1/07/2009

Fréttir af B5




Í dag fór húsbóndinn í verslunarleiðangur. Fjárfest var í nýrri myndavél þar sem sú gamla skemmdist í árekstrinum. Olympus Lumix TZ5 varð fyrir valinu. Meganæs "ot'ogskjóta" myndavél í betri kantinum. 

Annars eru ekkert sérstakar fréttir héðan af Borgarspítalanum. Það var tekin röntgenmynd af lærbrotunum hennar Maríu og það lítur út fyrir að hægra lærið grói mun hægar en það vinstra. Vinstra brotið er nánast gróið saman en hægra brotið er rétt farið að tolla. Þetta þýðir að við bíðum í viku eftir annarri myndatöku og getum í besta falli leyft okkur að vona að María losni úr strekknum eftir tvær vikur. Þetta voru að sjálfsögðu töluverð vonbrigði fyrir okkur.

Svona er lífið og maður verður að sætta sig við það. Við ætlum að gera það besta úr þessu og þökkum Guði fyrir að við erum á lífi og að það fer vel um okkur. María er verkjalaus og ber sig afar vel. Hún hlær mikið og leikur sér við pabba sinn. Nýjasta æðið er að "taka" nefið á pabba sínum og kasta því út á gólf. Það er mjöög fyndið. Það er þó ekki eins fyndið þegar pabbi tekur nefið af henni og kastar út á gólf. Ekki vel séð.

Margt fólk hefur komið í heimsókn og sýnt okkur stuðning í orði og á borði. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. Í dag kom Ragga vinkona Eyglóar meðal annarra í heimsókn. Húsbóndinn smellti einni mynd af henni á nýju myndavélina. Hún brosir fallega hún Ragga ;)




Posted by Picasa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið eru fallegar fyrirsætur á myndunum í þessu bloggi. Bragi, þú berð af :)

Leiðinlegt að heyra að brotið hægra megin grói ekki hraðar. En María er svo mikil hetja að hún lætur þetta ekki á sig fá.

Hlakka til að sjá ykkur í kvöld, elskurnar!

kv. Inga Dröfn

Nafnlaus sagði...

Hæ.
Hér er ein sem hugsar oft til ykkar og gleðst í hjarta sér að allir hausar séu í lagi.
-Heldurðu að María sé til í að henda nefinu á mér út á gang næst þegar ég kem.. af nógu er að taka þar hmmm :P
Risaknús
Matta

Unknown sagði...

Bragi þú ert á svarta listanum!

Knús á hetjurnar okkar!

Ragz