1/09/2009

Góð heimsókn og útskrift

 


Í dag fékk María heimsókn frá vinum sínum í slökkviliðinu. Tveir af sjúkraflutningamönnunum sem aðstoðuðu okkur á aðfangadagskvöld og um áramótin áttu leið um B5 og litu við í leiðinni. Maríu finnst mikið til sjúkrabíla ("sjúkkulaðibílar") og sjúkraflutningamanna koma og var mjög ánægð með heimsóknina.

Annars er það af okkur að frétta að stelpurnar útskrifast á sunnudag eða mánudag. Ég er búinn að redda hjólastól fyrir húsfreyjuna að leigu og við fáum lánað rúm undir heimasætuna hér á spítalanum. Amma Guðrún kemur svo í heimsókn frá Noregi og ætlar að vera au pair í þrjár vikur.

Annars verð ég aðstoðarmaður á Dale Carnegie námskeiði á mánudagskvöldum næstu 12 vikurnar. Nýtt challenge sem verður gaman að díla við.

En sem sagt, þá lítur út fyrir að við verðum komin heim frá og með sunnudeginum.

Kveðja Bragi
Posted by Picasa
Posted by Picasa

Engin ummæli: