Við feðginin erum ein heima alla daga, til klukkan rúmlega fjögur, þar sem Eygló er byrjuð að vinna á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Við erum rosalega hress alla daga. María vaknar á milli sex og sjö og dúllar sér með Eygló á meðan hún gerir sig klára fyrir vinnu. Svo skríð ég frammúr um hálf átta og gef drottningunni að borða og Eygló brunar af stað. Yfirleitt leikum við María okkur svo í smá stund, áður en hún leggur sig um níu, hálf tíu leitið.
Eftir að María vaknar förum við oftast út í göngutúr. Í dag fórum við reyndar í hjólatúr. María sat eins og ráðherra í aftanívagninum og ég puðaði. Hún er mjög hrifin af því að hjóla, svo við eigum örugglega eftir að gera meira af því. Það ringdi eldi og brennisteini á okkur í dag, en við erum svo miklir naglar að við látum slík smáatriði ekki stoppa okkur. Hjóluðum til ömmu og afa í Kópavogi, sem reyndust svo ekki vera heima. Við ákváðum því að hjóla niður í Fossvogsdalinn og þaðan til norðausturs upp í Elliðaárdalinn og lengri leiðinia heim. úr þessu varð um tveggja tíma volk.
Markmiðið er að gera sem mest af svonalögðuðu og með því ala Maríu upp sem "activity" meðvitaða manneskju, sem finnst eðlilegt að verja tíma sínum úti að hreyfa sig.
Kveðja
3 ummæli:
Elskurna uti ad hjola. Thad er ekki hægt ad gera børnin sin adutivistarmanni, thad er allt spurning um vilja. ekki åkvørdun foreldra
thetta er audvitad amma i egersund.
Hæ hæ
Mikið öfunda ég ykkur að vera heima í fæðingarorlofi. Ómetanlegur tími. Takk aftur fyrir Mikael Rafn. Frétti af honum að sýna danstaktana sem við æfum af miklum eldmóð alla daga, múttan og hann :O)
kveðja úr Grafarvoginum
Ragga & co
Skrifa ummæli