4/04/2007

Bumbukeppninni lokið - sukk og svínarí

Heil og sæl

Þá er 12 vikna bumbukeppninni í vinnunni lokið. Lokavigtun var framkvæmd í morgun. Niðurstöðurnar voru ágætar. Lenti í öðru sæti.
Eins og myndin hér að ofan sýnir léttist ég um 10,6 kíló, sem er 10,32% af upphafsþyngd minni (4. janúar). Næsti maður fyrir ofan léttist um 800 grömmum meira en ég og um 10,88% af sinni upphafsþyngd. Það skildu því aðeins 0,56 prósentustig fyrsta og annað sæti að. Skítt, en ce' la vie.

Í tilefni þess að keppninni er lokið er alsherjar sukk í dag. Ég og fleiri fengum okkur sælgæti í morgunmat strax eftir vigtun. Toblerone, Draum og annað gott.

Bragi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Assgoti er það góður árangur, 10 kg síðan í janúar. Til lukku min ven :)

Kv. Una