Heil og sæl

Nú er bóndadagur ársins 2007 að fjara út. Eygló var svo yndisleg að færa mér gjöf í tilefni dagsins. Splunku nýr
Petzl fjallahjálmur, skjanna hvítur og óspjallaður liggur á borðstofuborðinu, reiðubúinn fyrir átökin á morgun.

Ísklifurnámskeið númer tvö klukkan 0730 í fyrramálið.
Ísalp og
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn standa fyrir
framhaldsnámskeiði í ísklifri í nágrenni Reykjavíkur. Kemur í ljós á morgun hvar við verðum. Á námskránni eru klifur í ofanvað, uppsetning megintrygginga og v-þræðing, sig með öryggishnút og leiðsla undir eftirliti kennara. Myndin hér til vinstri er fengin að láni
héðan.
María braggast hratt og örugglega. Hún er orðinn rúmlega átta kíló. Hún grípur í tærnar og veltir sér á magann eins og ekkert sé. Ungbarnasundið gengur eins og í sögu og er hún búin að læra að standa í lófanum á pabba sínum. Í síðasta tíma dembdi Lóló sundþjálfari henni á bólakaf í fyrsta skipti. María kippti sér ekki upp við það. Smjattaði bara á sundlaugarvatninu og glotti í annað.
Brúðkaupsundirbúninurinn flýgur áfram. Við bókuðum veisluþjónustu í gær. Verðum með grillstemningu og líf og fjör. Húrra!
Lifið heil, og í guðana bænum ekki sofa hjá Guðmundi i Byrginu.
1 ummæli:
Þið hafið aldeilis gert vel með því að velja 23. júní sem brúðkaupsdaginn ykkar.
Breskur sálfræðidoktor segir að það muni verða skemmtilegasti dagur ársins. Ekki amalegt. Þannig að þið megið búast við sérstaklega glöðum veislugestum þennan dag!
(Samkvæmt honum þurfum við bara að þrauka daginn í dag og þá er leiðinlegasti dagur ársins frá.)
Sjá hérna: http://visir.is/article/20070122/FRETTIR01/70122021
Skrifa ummæli