Hábergsbúarnir eru enn staddir í Noregi. Það styttist þó í heimför (ekki á morgun, heldur hinn). Þótt það sé prýðilegt að vera hér verður gott að koma heim. Rútínan hefur sitt aðdráttarafl. Ég hlakka til að koma mataræðinu aftur í fyrra horf, byrja aftur að æfa bootcamp og langhlaup. Það er búið að setja stórt markmið fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ágúst (nánar um það síðar).

Allavega. Ég óska vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegs og gæfuríks árs. Megið þið öll ná settum áramótaheitum.
Mbk
Bragi
P.s. Áramótaheiti Maríu er að láta sér vaxa tennur, læra að standa og labba smá og læra að segja nokkur orð (til dæmis: "Pabbi, djöfulli ert þú skemmtilegur og góður og sterkur").
2 ummæli:
Það er nú hótinu skárri en hin:
"Pabbi djöfull ertu alltaf fullur!"
Já, fullur af visku!
Skrifa ummæli