1/01/2007

Nýtt ár er komið

Þá er 2006 liðið. Nú tekur við sex mánaða tímabil þar sem ég skrifa árið í fyrra í stað ársins í ár í current dagsetningum.

Hábergsbúarnir eru enn staddir í Noregi. Það styttist þó í heimför (ekki á morgun, heldur hinn). Þótt það sé prýðilegt að vera hér verður gott að koma heim. Rútínan hefur sitt aðdráttarafl. Ég hlakka til að koma mataræðinu aftur í fyrra horf, byrja aftur að æfa bootcamp og langhlaup. Það er búið að setja stórt markmið fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ágúst (nánar um það síðar).

Samstarfsfélagarnir á HAG eru búnir að setja af stað 12 vikna bumbukeppni í upphafi árs. Mér sýnist sá sem bjó til auglýsinguna eitthvað hafa ruglast á árunum, en ég get víst ekkert sagt við því án þessa að skjóta mig í fótinn í leiðinni. Ég neyðist til að vinna keppnina. Tapaði síðast og hef ekki jafnað mig enn á þeirri niðurlægingu. Ég ætla að leyfa lesendum mínum að fylgjast með framþróun mála hér á þessum vef. Hver veit nema það verði flottar fyrir/eftir myndir birtar þegar nær dregur lokadegi keppninnar.

Allavega. Ég óska vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegs og gæfuríks árs. Megið þið öll ná settum áramótaheitum.

Mbk
Bragi

P.s. Áramótaheiti Maríu er að láta sér vaxa tennur, læra að standa og labba smá og læra að segja nokkur orð (til dæmis: "Pabbi, djöfulli ert þú skemmtilegur og góður og sterkur").

2 ummæli:

Sverrir Sigmundarson sagði...

Það er nú hótinu skárri en hin:
"Pabbi djöfull ertu alltaf fullur!"

Bragi sagði...

Já, fullur af visku!