10/31/2006

San Francisco Shopping Frenzy

HÚÚÚHAAA. Ég er kominn heim á hótelherbergi, búinn að éta ætla að fljótlega að leggja mig. Klukkan er rétt rúmlega sjö og ég er úrvinda. Varði deginum í dag við að versla. Það tók mig smá stund að komast í gang, en mér tókst svo einhvern veginn að brjóta ísinn og er búinn að hlaupa móður og másandi á milli verslana í fleiri klukkutíma síðan þá. Er þó ekki búinn með nærri allt. Á til dæmis enn eftir að fara í útivistarverslun. Þau ykkar sem þekkja mig vita að heimsókn í slíkar verslanir eiga það til að taka tíma.

Ég settist inn á bar sem er beint á móti hótelinu mínu um fjögur leitið í dag. Ég, eins og allir sannir karlmenn, varð að brjóta verslunaræðið upp með smá drykkju. Fékk mér tvo bjóra og spjallaði í smá stund við tvo ameríkanska orgínala. Annar þeirra vildi helst af öllu ræða hversu viljugar íslenskar konur væru til að flytja til Ameríku. Hann langaði nefnilega að plögga sig á netið og ná sér í eina. Mannvitsbrekkur þar á ferð.

Fékk yndislegann tölvupóst frá Maríu áðan. Varð klökkur af heimþrá. Ég var líka mjög stoltur af því hvað hún er orðinn dugleg að skrifa tölvupósta, ekki nema átta vikna gömul.

Á morgun hefst námskeiðið, sem mér skilst að sé intenívt. Ég ætla því snemma í háttinn í kvöld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Viking í Stafangri bjargaði sér frá falli úr norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að bursta Brann frá Björgvin 5-0 í lokaumferð deildarinnar.!!!!


JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!!!
VIKING E I ELITESERIEN 2006!