Hæ allir!
Takk kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar, átti að skila sérstakri kveðju frá Maríu :)
Það er ekki hægt að segja annað en að það gangi allt vel hjá okkur hérna í Háberginu, við foreldrarnir erum að læra inn á Maríu og hún inn á okkur.
María fór í fyrsta baðið sitt um daginn og fannst það alveg frábært, var mjög róleg og góð en fannst ekkert gaman að fara upp úr-þá var sko látið heyra í sér...
Við erum búin að fara tvisvar sinnum með hana í heimsókn til ömmu Maju og afa Tomma og var það rosa stuð.
María er mjög tæknivædd ung dama og hefur spjallað við ömmu og afa í Noregi á skype nokkrum sinnum og finnst henni mjög gaman að láta þau dást að sér. Amma og afi eru svo væntanleg frá Noregi á fimmtudaginn, þá verður gaman :)
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, setjum sennilega inn fleiri myndir í dag fyrir áhugasama.
Eygló
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Takk fyrir síðast!
Skemmtileg ung dama hún María...þrátt fyrir smá mjólkurspýju í minn garð ;)
Hlakka til að koma aftur og knúsa hana meira...
Kveðja,
Sigurveig.
P.s. Og svo vil ég fara að sjá fleiri myndir!
hæ hæ
ohh hún er mikið krútt hún María sæta spæta. Verst að ég er aftur orðin veik þannig ég kemst ekki strax aftur í heimsókn. Hlakka til að sjá ykkur
kv ragga
Hæ elsku Bragi, Eygló og María.
Var að skoða myndirnar og það sem hún er falleg litla prinsessan ykkar :) þetta er best í heimi ekki satt :)
Bestu kveðjur frá okkur og hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja, Linda, Helgi og grislingarnir
Vildi bara láta ykkur vita að aðdáendur Maríu bíða spenntir eftir næsta myndaskammti. Maður fær bara ekki nóg af þessari dúllumús. :)
kv. Inga
Til hamingju! Ég og Gunni erum alltaf til í að koma ef ykkur vantar pössun.
Hæ elskulega Hábergsfjölskylda.
Gaman að geta fylgst með Maríu þrátt fyrir að vera stödd handan Atlantshafsins. Hún er mjög efnileg litla stúlkan og nýtur greinilega ástar og alúðar foreldra sinna.
Kær kveðja frá Flórida,
Sigfús og Erna
Hvar fær maður lykilorð á myndasíðUna?
Luv, Una
Hæ Eygló og Bragi
Til hamingju með litlu fallegu snúlluna ykkar! fallegt nafn sem hún fékk :)
kv. Helena frænka
Elsku Eygló og Bragi.
Til hamingju með litlu stelpuna og nafnið sem hún fékk vona að allt gangi glimrandi vel
kveðja Ásdís Sæm.
Sæl!
Gæti ég fengið lykilorðið á myndasíðuna?
Kv. Maríanna
marianna_hansen@hotmail.com
Skrifa ummæli