7/05/2006

Það skiptir máli sem skiptir máli

Ítalir tóku Þjóðverja í bakaríið í gær.

Nú þegar Sýn er skyldug til að senda lokaleiki HM óruglaða getur hábergsbúinn loksins farið að fylgjast almennilega með. Leikurinn í gær var góður, og sérlega spennandi þegar nálgaðist lok seinnihluta framlengingar. Sigur Ítala var sannfærandi, og þó afar svekkjandi fyrir Þýskarana. En þeim er svo sem nær að hafa drepið allt þetta fólk í seinni heimstyrjöldinni. Þjóðverjar ættu að gera eins og Earl. Búa sér til lista og breyta rétt eftir honum. Þá myndi þeim ganga vel í alþjóðlegum íþróttamótum.

Engin ummæli: