8/15/2010

Nýjar sumarmyndir






Húsfreyjan í Háberginu er búin að setja nokkrar nýjar myndir í júlíalbúmið. Fleiri myndir eru svo væntanlegar á næstu dögum. við fjárfestum í nýrri heimilistölvu og það ætti því ekki að vera eins tímafrekt og áður að setja inn myndir. Annars er allt gott að frétta af okkur. Bragi og María voru í sumarfríi í 4 vikur og var þá ýmislegt skemmtilegt gert, við fórum t.d. í sumarbústað ömmu og afa, lékum okkur mikið úti í góða veðrinu, Bragi fór norður í nokkra daga göngu, María fór á tveggja vikna sundnámskeið og fannst það mjög gaman, hittum fullt af skemmtilegu fólki og grillið góða var mikið notað.
Guðrún litla er ekki svo lítil lengur, hún breytist með hverjum deginum. Hún er búin að uppgötva tásurnar sínar og reynir að grípa í þær og svo er hún byrjuð að reyna að velta sér.
kveðja úr Háberginu

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Maríu ... í gær :)

kv. Sara Björk