Við fjölskyldan fórum í tveggja vikna sumarfrí í byrjun júlí, þá skelltu Bragi og María sér til Noregs og húsmóðirin fór á Hróaskeldu með vinkonunum. Við vorum alveg einstaklega heppin með veður fyrstu vikuna, steikjandi hiti og sól eins og sést á myndunum hér fyrir neðan
Frænkurnar í fanginu á Braga
Amma og afi tóku vel á móti Braga og Maríu og voru þau að mestu leiti í Egersund fyrstu vikuna í Noregi. Þau sóluðu sig og hittu m.a. Sögu Dís frænku og Gunna frænda. Maríu fannst mjög skemmtilegt að vera innan um frændsystkini sín og var mjög gaman að fylgjast með þeim þrem leika sér saman.
Krakkarnir að knúsa afa sinn
Stemningin á Hróaskeldu var frábær og ekki skemmdi veðrið fyrir. Ég og Inga mættum fyrst á svæðið og svo komu Sirrý og Eva á föstudeginum. Fullt af frábærum tónleikum og skemmtilegum félagsskap. Mjög afslappað og áhyggjulaust frí, hreint frábært húsmæðraorlof :)

Við Inga á tónleikum með Duffy, fyrstu tónleikarnir sem við sáum á hátíðinni

Allar saman á tónleikum við stóra sviðið

Á leiðinni heim eftir vel heppnaða hátíð, fengum sýnishorn af rigningu seinasta kvöldið.
Ég kom svo til Noregs seinni vikuna og nutum við lífsins þar öll saman. Við fórum m.a. í mjög flottann dýragarð í Kristianssand, við gistum þar eina nótt í sumarhúsi.
Þetta var mjög vel heppnað sumarfrí, var mjög fljótt að líða. Ég og María vorum svo áfram saman í fríi í tvær vikur eftir að við komum heim og svo passaði Svava Rós frænka hana í rúmar tvær vikur. Dagmömmurnar tóku 6 vikna sumarfrí og opnaði aftur hjá þeim núna í seinustu viku. Við erum að vona að hún komist inn á leikskólann sem fyrst, það styttist óðum í tveggja ára afmælið hjá dömunni :)
Það eru komnar inn nýjar myndir í albúmið hennar Maríu.
6 ummæli:
Gaman að sjá færslu frá ykkur í Háberginu.
Frábærar myndir af Maríu sætustu. Hún er upprennandi flugkona!
Veiiii, færsla :)
Hvaða tónleikar voru bestir á Hróarskeldu?? Ég er búin að hlusta mikið á Duffy í sumar, ferlega góð...
kv/Soffía
ég verð að segja MGMT og Band of horses.. Radiohead voru auðvitað góðir :)
Såtar myndir. Söknum ykkar hérna hinum megin vid "lækinn". Saga Dis spurdi efitr Mariu....eda Maiii eins og hun segir... i gær thegar hun for ad hátta. Kossar og knús frá okkur öllum... 3 1/4 :)
Ooohhh Band of Horses, elska þá!!! :)
Soffía
Til hamingju með afmælið í gær María frænka, þín frændsystkin
Bergur Kári og Ingveldur Birna
Skrifa ummæli