5/24/2008

Fyrsta leikhúsferðin

 


María fór með mömmu og pabba í leikhús í morgun. Það var rosa stuð, María var steinhissa á að sjá goðin sín svona í návígi. Hún sat fremst á dýnunni með öllum hinum krökkunum og fylgdist vel með öllu sem fór fram á sviðinu. Eftir sýninguna var svo myndataka með þeim Skoppu og Skrítlu. Hér á myndinni er María með Skoppu, María hljóp beint í fangið á henni :) Núna sefur María vært í vagninum enda þreytt eftir viðburðaríkan morgun.
Posted by Picasa

Engin ummæli: