Já hún María okkar er byrjuð að ganga, hún tók upp á því fyrir rúmlega viku. Hún er mjög ánægð með þennan nýja hæfileika sinn sem veitir henni meira frelsi. Húrra fyrir Maríu :)
10/30/2007
María göngugarpur!
Já hún María okkar er byrjuð að ganga, hún tók upp á því fyrir rúmlega viku. Hún er mjög ánægð með þennan nýja hæfileika sinn sem veitir henni meira frelsi. Húrra fyrir Maríu :)
10/05/2007
Hlaupabólíus Maximus

Heil og sæl
Litla dýrið er búið að vera með hlaupabólu alla þessa viku. Hún hefur verið ótrúlega hress miðað við allt og allt, og er þessa stundina að háma í sig Fréttablað dagsins í dag. Næturnar hafa verið stífari en degirnir og lítið sofið í Háberginu. María er þó ekki örg á meðan hún vakir, en virðist ekki finna ró í kroppinn sinn, og æpir af lífs og sálar kröftum ef hún er skilin eftir ein í herberginu sín. Þetta þýðir að við Eygló höfum skipst á að standa vaktina.
Nú er bólan í rénum og allt á réttri leið. Það styttist vonandi í heillrar nætur svefn fyrir okkur. Vinnur okkar Eyglóar hafa aðeins fengið að líða fyrir þetta ástand, en það kemst vonandi allt í lag í næstu viku.
Annars er það helst í fréttum að húsbóndinn er á leið til USA um næstu helgi. Orlando nánar til tiltekið, á ráðstefnu Business Objects. Góð tilbreyting það. Verst að Glóa getur ekki komið með.
Hábergsbúarnir biðja að heilsa að sinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)