
Okkur finnst komin tími til þess að láta aðeins heyra í okkur, við höfum ekki alveg verið að standa okkur í blogginu en við María erum sammála um það að áramótaheitið í ár verður að blogga oftar. Af okkur er það að frétta að við erum á fullu í jólaundirbúningi, búin að skreyta heimilið, reyndar enginn bakstur þetta árið en bætum úr því á næsta ári..... Erum komin langt með jólagjafakaupin þannig að við erum í góðum gír. Við förum til Noregs eftir rúmlega viku og erum við orðin spennt að komast þangað, sérstaklega þar sem að litla stelpan hennar Huldu verður að öllum líkindum fædd þá, nýjustu fréttir eru þær að Hulda er komin með hríðir og hafa þær staðið í sólarhring-Spennandi!!
María skellti sér í fyrsta skipti í ungbarnasund á laugardaginn og skemmti hún sér konunglega, var ekkert smá dugleg. Var alveg óhrædd en svolítið hissa á þessu öllu saman. Við tókum nokkrar myndir af sunddrottningunni og verða þær settar á myndasíðuna sem fyrst, við gátum reyndar ekki tekið eins margar myndir og við vildum því myndavélin varð batteríslaus, tökum bara fleiri næst. Já nýjar og ferskar myndir verða settar inn við fyrsta tækifæri, en tæknin hefur eitthvað verið að stríða okkur í kvöld...
En þangað til næst, hafið það gott!
Eygló
3 ummæli:
Hæ hábergsbúar
Hvað eruð þið eiginlega að gefa henni að borða Ef María skvísa heldur áfram að stækka svona þá giftir hún sig á undan ykkur :)
Kv. Ásgarðsbúarnir
María fær ekkert nema rjóma hér í háberginu ;)
Heiheiheihei
Frettir segir ad Maria faai litla frænku i Norgi i nòtt. Àfram Hulda!!!
Gunni, Stori frændi
Skrifa ummæli