6/28/2006

Road Trip - West fjords!

Á morgun ökum við af stað áleiðis vestur á firði. Planið er að gista fyrstu nóttina í Stykkishólmi og taka svo Baldur þaðan á fimmtudagsmorgun. Eftir það er ferðalagið að mestu óráðið. Það eina sem er pottþétt er að við ætlum að heimsækja Guðrúnu á Krossi, og stoppa við á Patró. Þar fyrir utan ráða örlaganornirnar.

Bragi

6/27/2006

Fyrsta færsla

Hér verður hægt að fylgjast með ævintýrum hábergsbúanna tveggja (+ 1/2).

Bragi