1/28/2012

Nýr hábergsbúi :)



Nú er rúmt ár síðan ég skrifaði inn á þessa síðu, aðeins ein færsla árið 2011...
árið var þó ekki tíðindalaust, síður en svo! Hildur E. Bragadóttir kom í heiminn þann 01.11.2011, kl. 12:49. Hún var 4000gr og 53cm. Sérdeilis góð viðbót við fjölskylduna. Hildur verður þriggja mánaða í næstu viku, hún dafnar vel, er dugleg að brosa og hlæja og verður mannalegri með hverjum deginum. María og Guðrún eru voða ánægðar með systur sína.
Mynasíðan okkar er komin í lag og er stefnan að setja inn myndir af systrunum í hverjum mánuði. Er búin að setja inn myndir frá nóvember, desember og janúar.