7/06/2010

Tíminn líður



Nú er Guðrún orðin rúmlega 6 vikna gömul, ótrúlegt hvað tímanum líður. Hún dafnar mjög vel, er dugleg að drekka og sofa. Er farin að taka vel eftir umhverfinu og sparar ekki fallega brosið sitt. María er alltaf ánægðari og ánægðari með litlu systur sína og játar ást sína á henni reglulega, seinast í morgun sagðist hún ætla alltaf að eiga litlu systur sína :)

Guðrún var skírð þann 16.júní, áttum við alveg yndislegan dag/kvöld með nánustu fjölskyldu okkar. Amma Guðrún og afi Gunnar voru í stuttri heimsókn á landinu og notuðum við þá tækifærið og létum skíra dömuna. Veislan var haldin hjá ömmu og afa í Keilufellinu og var slegið upp grillveislu eftir athöfnina í sól og blíðu.
Er búin að setja inn fleiri myndir, bæði úr skírninni og frá júnímánuði.