6/07/2008

Blómarós

Heil og sæl.

Það er kannski kominn tími til að húsbóndinn á heimilinu láti til sín taka á þessum vettvangi. Eins og margir vita hef skipti ég um vinnu fyrir um þrem mánuðum síðan. Ég lét af störfum hjá Hag- og upplýsingasviði Landspítalans eftir rétt rúmlega þriggja ára feril þar. Hóf störf sama dag hjá hugmbúnaðarhúsinu Teris. Teris sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun og rekstri fyrir fjármálarfyrirtæki og er eitt að stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar á Íslandi. Þar starfa um 150 manns í dag en fyrirtækið hefur vaxið um meira en helming á síðastliðnum tveim árum. Ég á sæti í viðskiptagreindarhópi á þróunarsviði. Verkefni mín snúast að mestu um þróun gagnamóttökuferla frá kerfum utan og innan Teris. Töluverð breyting frá þeim verkefnum sem ég var í hjá LSH. Þetta er mun tæknilegra og gagnagrunnsvinna mun meiri. Spennandi tímar.

Blómarósin hér að ofan er í góðum fíling. Vex og dafnar og skessast áfram á fullum krafti. Fyrirferðin getur verið mikil ef þannig liggur á henni og svo er hún ljúf og góð þess á milli.

Bestu kveður úr Háberginu
Posted by Picasa