Vil tileinka þetta strákunum sem eru að skipta Novell út fyrir Microsoft í vinnunni. Ekki öfundsvert starf.
3/23/2007
3/19/2007
Geðvondi granninn

Mamma og pabbi eru með mig í smá atferlismótun þessa dagana. Ég hef nefnilega átt við smá drykkjuvandamál að stríða að nóttu til. Hef verið dálítið mikið fyrir að vakna og heimta kósístund með mömmu. Því oftar því betra. Helst þrisvar!
Síðan á föstudaginn hefur mamma sofið í mínu herbergi (sem er orðið alveg tilbúið) og pabbi vaknar með mér og situr hjá mér og gefur mér vatn á milli þess sem ég skammast svolítið.
Nágrannakonan á efri hæðinni hefur verið eitthvað viðkvæm yfir þessu og lamið í gólfið ef hún heyrir og mikið í mér. Pabba var nóg boðið í nótt og í dag fór hann upp og bað konuna að sýna meiri þolinmæði. Hann reyndi líka að gefa henni eyrnatappa en hún þáði þá ekki. Sagðist eiga svoleiðis.
Annars er ég mikið í því að drekka vatn sjálf og borða graut um þessar mundir. Geri svolítið af því að sitja alein og svo fer ég ennþá í sund einu sinni í viku. Er orðin býsna lunkin í að kafa án þess að fara að skæla.
Á miðvikudaginn koma Hulda stóra frænka og Saga Dís litla frænka í heimsókn frá Noregi. Þær fá nýja herbergið mitt lánað. Það verður sko fjör þá. Eins gott að
nágrannakonan dusti rykið af eyrnatöppunum. Þegar frænkurnar eru farnar aftur til Noregs ætla ég að flytja í herbergið mitt. Hlakka mest til, en kvíð samt smá.
Í síðustu viku eignaðist ég litla frænku þegar Maggi og Rannveig eignuðust stelpu. Maggi frændi er búinn að segja að við megum koma í heimsókn í vikunni. Ég hlakka til og ætla að fara með mömmu og pabba að kaupa eitthvað fallegt handa henni sem fyrst.
Bið að heilsa
María
3/11/2007
María 6 mánaða

Já ótrúlegt en satt, María er orðin hálfs árs!
Tíminn hefur liðið alveg ótrúlega hratt... Nú er hún sko ekkert ungabarn lengur, komin með tvær tennur, farin að velta sér í allar áttir og gerir ítrekaðar tilraunir til þess að skríða. Í tilefni af 6 mánaða afmælinu í seinustu viku þá byrjuðum við að gefa henni graut og finnst henni það vægast sagt gott :) Helmingurinn af grautnum fer reyndar út um allt andlit en það er bara skemmtilegra. Svo er hún líka orðin mjög fær í listinni að drekka vatn úr stútkönnu og finnst það mikið sport.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)