11/23/2006

Ríkisstarfsmenn

Svona er þetta alla daga hjá okkur ríkisstarfsmönnum. Það er bara svo rólegt að gera hjá okkur.


11/10/2006

HNAKKUS: Þú veist að þú ert rasisti þegar....

Sæl öll

Jæja, blessuð útlendingaumræðan orðin "fordómalaus". Frjálslyndi flokkurinn virðist ætla að bjarga sínu vitagagnslausa skinni með því að raka inn atkvæðum lúðablesa þessa samfélags, sem virðast því miður vera ansi margir.

Ég hrasaði um neðangreinda færslu hjá einhverjum ókunnugum manni. Mér finnst hún varpa skemmtilegu ljósi á allt blaðrið.

HNAKKUS: Þú veist að þú ert rasisti þegar....

Mbk
Bragi

11/08/2006

Fleiri myndir




















Hæ! Erum búin að setja inn aðeins fleiri myndir -Sjáumst.

11/06/2006

Pabbi fastur í Boston

Við María erum búnar að vera einar í kotinu í viku og finnst okkur tími til kominn að fá pabba aftur heim frá Ameríkunni. Hann átti að koma heim í morgun en vegna óveðursins hér á Íslandi var fluginu aflýst og er hann ekki væntalegur heim fyrr en í fyrramálið. Okkur hlakkar mikið til að fá hann heim! Kannski líka best að hann verði ekki lengur þar, því að heyrst hefur að hann sé dottinn í bjórinn :)
Við mæðgur erum búnar að hafa nóg fyrir stafni undanfarna daga, verið duglegar að fara í heimsóknir og fengið heimsóknir, sem er alltaf gaman. Við fórum í afmæli til ömmu Maju í gær og fengum fullt af kræsingum eins og venja er þar á bæ. María fór í kjól í tilefni dagsins og var rosalega fín, en hún var ekki lengi í þeim kjól því hún kúkaði vel upp á bak :) En því betur fer var mamma með auka dress á stelpuna svo að það gerði ekki mikið til, svo var Svava Rós frænka svo dugleg að hjálpa mömmu að skipta á stelpunni.
María fór í 9 vikna skoðun í morgun og er orðin 6,2 kg og 61,5 cm og telst það bara nokkuð gott.
Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir, setjum inn fleiri þegar pabbi kemur heim með myndavélina.
Bless í bili!
Eygló og María